top of page
Hafðu samband:

orlandohus15@gmail.com
Sjá hér: Bókanir

 

Húsið

Glæsilegt stór verönd, sundlaug og heitur pottur til leigu í Orlando Flórída af eiganda.

 

Vel staðsett hús á tveimur hæðum á lokuðu golfsvæði í Eagle Creek í Suður Orlando, nálægt Lake Nona.   Húsið er innst í botnlanga með óhindrað útsýni yfir fallegt vatn.

  • Sundlaug og pottur.

  • Rúmgott útisvæði með gasgrilli, sólstólum og stækkanlegt borðstofuborð með sætum fyrir 10 manns.    

  • 4 herbergja hús til leigu Orlando. Frábært fyrir 8 manns, auk ungabarns og 2,5 baðherbergi:

    • Herbergi 1: King size rúm

      • Walk-in fataskápur og sér baðherbergi.

    • Herbergi 2: King size rúm

      • Fataskápur og flatskjár.

    • Herbergi 3: Queen size rúm

      • Fataskápur og flatskjár.

    • Herbergi 4: 2 twin/single rúm

      • Fataskápur.

    • Herbergi 2, 3 og 4 deila baðherbergi.

    • Ungbarnarúm.

    • Aukasnyrting á neðri hæð.

  • Borðstofa með sætum fyrir 10 manns og setustofa.

  • Eldhús með sætum fyrir 5 og ungbarnastóli.  Öll helstu tæki og tól.

  • Rúmgott sjónvarpshol með stórum flatskjá.

  • Þvottahús með þvottavél og þurrkara.

  • Leikherbergi með stóru 8 feta pool borði og píluspjaldi.

  • Þráðlaust internet.

  • Loftkæling.

  • US símanúmer.

Svæðið

Frá Orlando International flugvelli er um 15 mín akstur í húsið.

 

Húsið er í lokuðu og vöktuðu hverfi í Eagle Creek (ZIP 32832) og er byggt 2005 eins og flest húsin þar.  Inni á svæðinu er glæsilegur 18 holu golfvöllur í göngu fjarlægð með klúbbhúsi, veitingastað, golfverslun, tennis- og körfuboltavöllum. 

 

Við svæðið er verslunarkjarni, matvöruverslanir, lyfjabúðir, skyndibitastaðir, bensínstöðvar og læknar.

 

Aðeins tekur um 20 – 30 mín að aka í helstu verslanir og skemmtigarða: Florida Mall, Mall at Millenia, Orlando Outlet, Disney World, Universal Studios, Wet n’ wild og fleira.  Legoland er í um 1 klst fjarlægð.

 

Enn fremur eru glæsilegar strandir, Daytona beach og Cocoa beach í aðeins rúmlega 50 mín fjarlægð. 

10 golfvellir innan allt að 20 mínútna aksturs fjarlægð: Eagle Creek, North Shore, Rio Pinar, Ventura, Falcons Fire, Lake Nona, o.fl.

 

bottom of page